Karellen
news

Tannverndarvika á Rauðu deild

03. 02. 2022

Tannverndarvika á Rauðu deild

Í vikunni höfum við verið dugleg að ræða um tennurnar okkar. Við höfum rætt um að tennurnar séu í munninum, við notum tennurnar bara til að bíta í matinn og tyggja. Við ræddum líka mikilvægi þess að vera dugleg að bursta tennurnar og leyfa mömmu eða pabba að bursta líka.

Í dag fór heim saga með öllum börnunum sem hægt er að hengja upp og hafa til hliðsjónar við tannburstun. Sagan er vissulega meira miðuð að börnunum í lambahóp en kiðlingahópur hefur samt örugglega gaman að líka þó þau leggi ekki öll sama skilninginn í hana. Sagan fylgir hér líka: tannverndarsaga-rauða.pdf

Hér fyrir neðan fylgir svo fræðslumyndband frá landlækni fyrir foreldra um tannvernd barna yngri en 3 ára.

© 2016 - 2024 Karellen