Karellen

Fatnaður

Hér er listi yfir þann fatnað sem þarf að fylgja börnunum í leikskólann. Munið að merkja allann fatnað.

Í leikskólanum vinnum við með ýmis efni. s.s. liti, lím og málningu sem geta farið í föt barnanna. Takið tillit til þess. Við bendum á að aukahlutir eins og skartgripir, belti o.þ.h. á ekki heima í leikskólanum.

Útifatnaður:

Með því að klæða börn í lagskiptann fatnað þá nýtist hver flík lengur og við fleiri tilefni. Mikilvægt er að ysta lagið sé rúmt svo hægt sé að dúða börnin vel innanundir ef þörf þykir. Við förum út í öllum veðrum!

Það sem börnin þurfa að eiga er:

  • Pollafatnaður: buxur og jakki. Athugið að yfir sumartímann þarf oft að nota pollaföt en þá eru flísfóðruð pollaföt oft of heit.
  • Hlý peysa og buxur, ull eða flís. Heilgallar eru góðir en stundum er of heitt fyrir þá svo mikilvægt er að eiga líka peysu með heilgöllum.
  • Vindþétt lambhúshetta eða hlý húfa og hálskragi og léttari húfa/buff.
  • Hlýir sokkar og vettlingar. Gott er að eiga líka vatnshelda vettlinga, lúffur eða ófóðraða pollavettlinga sem ganga utanyfir ullarvettlinga.
  • Kuldagalli, vatnsheldur.
  • Skófatnaður þarf að vera við hæfi eftir veðri:
    • Kuldaskór: Yfir veturinn er gott að börnin séu í góðum kuldaskóm.
    • Stígvél: Góð stígvél geta komið í stað fyrir kuldaskó yfir vetrartímann ef þau eru fóðruð eða vel rúm svo börnin geti verið í góðum ullarsokkum.
    • Strigaskór: Eru ákjósanlegir þegar veður og jörð eru þurr. Börnin verða léttari á fæti og fylgir þessu ákveðin tilhlökkun.
    • Fyrir yngstu börnin sem ekki eru farin að ganga er gott að eiga pollasokka sem settir eru utanyfir ullarsokka frekar en skó/stígvél.

Allur útifatnaður fer heim á föstudögum en gott að aðgæta í hólfin daglega. Mikilvægt er að þrífa útifatnaðinn reglulega.

Foreldrar eru beðnir að senda börnin ekki með trefla í leikskólann, heldur lambhúshettur eða lausan kraga.Treflar og reimar hafa valdið slysum á börnum.

Okkur er mjög umhugað um að börnin séu rétt klædd eftir veðri. Hér í húsi er alltaf tekin staðan á hitastigi og vindi og út frá því er ákvörðun tekin hvernig best sé að börnin klæði sig frá degi til dags. Þetta er oft mjög flókið því börnin eru misjafnlega klædd því þarf að meta stöðuna hjá hverju barni fyrir sig t.d þarf stundum millilag, ullar -eða flísbuxur innanundir kulda- og eða pollagallann. Mikilvægt er að stígvél og kuldaskór séu það rúm að þau geti verið í ullarsokkum í þeim. Munum eftir vettlingum. Gott er að ræða við börnin hversu mikilvægt er að klæða sig vel fyrir útiveru.

Mörg börn hér í leikskólanum fara flesta daga í útihús heima hjá sér og því þykir okkur mikilvægt að biðja um að börnin noti ekki sama fatnað eða skófatnað í leikskólann og útihúsin, nema hann sé þveginn á milli.

Aukafatnaður:

Mikilvægt er að foreldrar fari reglulega yfir aukafataboxin hjá sínu barni, aðgæti hvort eitthvað vanti og hvort öll fötin séu enn passandi. Eins er mikilvægt að muna að fylla á boxin ef eitthvað kemur blautt heim.

Í aukafataboxinu eiga að vera a.m.k.:

  • 3 stk. nærbuxur
  • 3 sokkapör
  • 2 buxur
  • 1-2 langermabolir
  • 1-2 stk. stutterma eða nærbolir
  • Þykkir sokkar og vettlingar 1 stk. af hvoru.
    • Oft er nauðsynlegt að hafa fleiri en eitt sett af fötum í aukafataboxinu.

Við sendum öll blaut föt heim í taupokum sem voru saumaðir í Öldunni í Borgarnesi og skreyttir af börnunum á Hnoðrabóli. Pokarnir eru merktir listamanninum en nýtist fyrir hvern sem er. Ef poki hangir hjá hólfi ykkar barns þá er það merki um að það sé eitthvað sem þurfi að komast heim. Pokana þarf svo að þvo (t.d. með barnafötum) og skila aftur.

Sólarvörn:

Gott er að bera sólarvörn á börnin áður en þau mæta á morgnanna þegar þörf er á. Við eigum sólarvörn sem við bætum svo á börnin eftir hádegi og eftir þörfum.
Hér eru gátlistar og mikivlægir punktar um notkun sólarvarna fyrir leikskólabörn
solarvarnir-fyrir-leikskolann.pdf
solarvarnir-fyrir-foreldra.pdf



© 2016 - 2023 Karellen