news

Leiðtogadagur og fjör föstudaginn 24. maí kl. 14:30

22. 05. 2019

Kæru foreldrar
Hér koma upplýsingar og boðskort.

Næstkomandi föstudag 24. maí verður Leiðtogadagur og fjör hjá okkur og að þessu sinni ætla börnin að bjóða systkinum í heimsókn í leikskólann kl. 14:30 og taka þátt í verkefnum/vali sem börnin hafa skipulagt.

Leiðtogadagurinn er dagur barnanna þar sem þau sýna leiðtogahæfileika og styrkleika á ýmsan hátt með því að undirbúa daginn, hvað þarf að vera búið að gera og hvað á að vera í boði. Síðastliðna viku hafa börnin skipulagt daginn með hjálp starfsfólks mis mikið eftir þroska og aldri.

Við verðum úti, veðurspáin segir 7 gráður og lítilvægileg rigning, því þurfa allir að mæta fatnaði miðað við veðurfar. Ljóst er á þessari stundu að við ætlum að leika með vatn úti. Síðan verður boðið létt nasl sem börnin hafa hjálpað til að undirbúa inni þegar útidagskrá lýkur.

Verkefni Leiðtogadagsins verður sniðin að börnum og systkinum þeirra en byggir líka á að foreldrar séu með og fylgi sínum börnum ásamt því að eiga skemmtilega samveru í lok viku.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og minnum á mikilvægi þess að láta vita ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta.

© 2016 - 2020 Karellen