Hér fyrir neðan er listi yfir það sem æskilegt er að fylgi börnunum í leikskólann.

Það sem þarf að vera í fataboxi:

1-2 nærföt til skiptanna (fleiri ef verið er að venja barn á klósett)
bolur
sokkar
sokkabuxur
peysa
buxur
þykkir sokkar
vettlingar

Þetta skal vera að auki, þegar það á við:

hlý peysa
húfa
þykkir sokkar
tvennir vettlingar
regngalli
kuldagalli
skófatnaður eftir veðri

Munið að merkja allan fatnað barnanna!

Vinsamlegast hafið ekki fleiri skópör í leikskólanum en barnið þarf á að halda og munið einnig eftir að þrífa hlífðarfatnað barnanna eftir þörfum.


Okkur er mjög umhugað um að börnin séu rétt klædd eftir veðri. Hér í húsi er alltaf tekin staðan á hitastigi og vindi og út frá því er ákvörðun tekin hvernig best sé að börnin klæði sig frá degi til dags.Þetta er oft mjög flókið því börnin eru misjafnlega klædd því þarf að meta stöðuna hjá hverju barni fyrir sig t.d þarf stundum millilag ulla -eða flísbuxur innanundir kulda og eða pollagallann. Mikilvægt er að stígvél og kuldaskór séu það rúm að þau geti verið í ullarsokkum í þeim. Munum eftir vettlingum. Gott er að ræða við börnin hversu mikilvægt er að klæða sig vel fyrir útiveru.© 2016 - 2019 Karellen