news

​Vikulokabréf 26. febrúar 2021.

26. 02. 2021

Næst komandi mánudag 1. mars þá er Hnoðraból LOKAÐ þar sem hér er starfsdagur eins og í öllum leik- og grunnskólum Borgarbyggðar. Starfsmenn skóla munu sitja fjarfund hjá UNICEF um barnvænt samfélag.

Nú telur barna hópur á Hnoðraból 29 börn og eigum við von á að það fjölgi um eitt barn til viðbótar og þá náum við tölunni 30 sem er mjög skemmtilegt. Sum barnanna eru að koma um langan veg og má því segja að skólasvæði Hnoðrabóls sé víðfermt. Nýja leikskólahúsið okkar tekur um 40 börn með listaaðstöðu og sal en deildarnar sem slíkar tak 15 hvor um sig, því er nóg pláss hér í húsi fyrir fleiri börn.

Ykkur til upplýsingar þá eru leikskólarnir í Borgarnesi að yfirfyllastog nú hefur verið brugðið á það ráð að setja upp gáma við þá til að nota undir skrifstofur.Gámurinn okkar sem var á Grímsstöðum verður nýttu að Uglukletti, staðan er orðin eins þar eins og og hún hefur verið hjá okkur s.l. 4 ár.

Þessa dagana er verið að klára að mála gólfið í útidótakofanum okkar og því höfum við ekki getað flutt allt okkar úti dót frá Grímsstöðu hingað á nýja staðinn en við eigum von á því að það gerist í byrjun næstu viku. Innanhúss á eftir að huga að nokkrum atriðum og mun ég funda með byggingarstjóra, verktaka og umsjónamanni fasteigna í næstu viku til að fara yfir þetta með þeim. Síðan á að klára leikskólagarðinn í sumar því öryggi barnanna þarf að tryggja með því að allar fallvarnir séu löglegar. Ánægjulegt er að segja frá því að nú eru búið að setja upp tvo nándarskynjarar á útidyrahurðina sem virka þannig að hún lokast ekki ef einhver hreyfing er við hurðina inni sem úti.

Nú mega þið foreldrar koma inn í fataklefann þar sem það eru enginCovid smit á ferð. Mikið óskapleg er það notalegt fyrir börnin og okkur öll en munum að gætavel að sóttvörnum.

Líðandi vika hefur einkennst að góðu veðri og umræðu um góðverk sem börnin eiga svo auðvelt að tileinka sér. Í næstu viku er bókavika og hefur hún alltaf lukkast einstaklega vel, munið að merkja bækurnar.

Nú erum við byrjuð að undirbúa foreldraviðtölin sem byrja þann 8. mars, við ætlum okkur að boða ykkur hingað í hús í viðtal. Mikið verður gott að geta spjallað við ykkur augliti til auglitis um börnin. Í byrjun næstu viku sendum við ykkur tímasetningar viðtalanna.

Góða helgi.

Kveðja

Sjöfn

© 2016 - 2021 Karellen