Karellen
news

​Vikulokabréf 12. október 2018

12. 10. 2018

Sælir kæru foreldrar

Þessi vika hefur gengið vel. Ásta Björk sérkennsluráðgjafi kom hingað á mánudaginn, horfði á leik barnanna og fór yfir barnahópinn með okkur. Við vorum með starfsmannafund á þriðjudaginn þar sem við fórum yfir starfið framundan í vetur. Sjöfn og Dagný fóru á fyrirlestur á Menntakviku um hönnun skólabygginga og kennsluhætti á fimmtudaginn. Sama dag kom nýr sandur í sandkassann. Á föstudaginn komu svo menn úr áhaldahúsi Borgarbyggðar til að laga það sem brýnast þurfti í garðinum okkar.

Í dag, föstudag, er bleikur dagur hjá okkur á Hnoðrabóli, eins og um land allt. Það var gaman að sjá hvað margir mættu í bleiku og svo máluðum við bleika mynd í tilefni dagsins.

Núna erum við farin að undirbúa dag íslenskrar tungu, 16. nóvember og börnin, ástam Kristjönu, ætla að gera stuttmynd. Að þessu sinni varð fyrir valinu að fara með og leika 3 ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Til gamans fylgja þessi ljóð með hér fyrir neðan. Við hvetjum ykkur endilega til að lesa ljóðin með börnunum heima.

Í næstu viku er bangsadagur á miðvikudaginn. Þá mega börnin koma með einn bangsa að heima, gott að merkja. Við munum dansa við bangsann og gera skemmtilegann leik í kringum það.

Fimmtudaginn 18. október langar okkur að hafa haustferð þar sem öll börnin á Gulu deild myndu ganga að Eggertsflöt eftir hádegi, þar færum við í leiki og foreldrar myndu sækja börn sín í Höskuldargerði í Reykholti á venjulegum tíma. Rauða deild fengi sína haustgöngu hér heima og við færum með nesti út fyrir garðinn og foreldrar myndu sækja börnin að Hnoðrabóli eins og venulega. Við munum heyra í hverju og einu ykkar um hvort þetta gangi upp, en auðvitað verður þetta að ráðast af veðri.

Bestu kveðjur með sól í hjarta
starfsfólk Hnoðrabóls

______________________________________________________________________________________________________

Ljóð eftir Þórarinn Eldjárn

Bók í hönd

Bók í hönd
og þér halda engin bönd.

Bók í hönd
og þú berst niður á strönd.

Bók í hönd
og þú breytist í önd.

Bók í hönd
og beint út í lönd.


Hvar ertu

Mann ég veit, ég veit
hann vaknar snemma á fætur.
Allt hans líf er leit
hann leitar daga og nætur

Hann kannar kirkjugólf
hann kembir hús og götur
skatthol, skúffur, hólf
skápa og ruslafötur.

Hann leitar eins og er
inni á skemmtistöðum
vítt um fjörur fre
flettir upp í blöðum

Hann er að leita af sjálfum sér
segir gömul kona mér.


Vont og gott

Það er svo vont að liggja á köldum klaka
kalinn í gegn og skjálfa allur og braka.
Hugsa bara þetta: - Svaka, svaka
svakalega er vont að liggja á klaka.

Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa
mæna upp í himininn og brosa.
Hugsa bara þetta: - Rosa, rosa
rosalega er gott að liggja í mosa

© 2016 - 2024 Karellen