Karellen
news

fréttabréf 11.mars 2022

11. 03. 2022

Fréttabréf

Síðustu vikur hefur mikið verið um að vera hjá okkur á Gulu deild.
Börnin bjuggu til pappír með Helgu inní listasmiðju. Þau settu tættan pappír í sullukarið okkar ásamt vatni og grænum pappír. Pappírinn leystist upp og breyttist í einhverskonar leðju sem þurfti svo að tæta með töfrasprota, þá breyttist hann í pappírsmassa. Svo þurfti að setja pappírsmassan á þar til gerðan ramma sem hægt var að sía vatnið í gegnum og að lokum þornaði massin og varð orðin að pappír nokkrum dögum seinna.

Í síðustu viku var bolludagur á mánudaginn og börnin gerðu einhverskonar útgáfu bolluvönd í listasmiðju og fóru með heim. Við fengum líka rjómabollur í kaffitímanum og gaman var að sjá hvaða útgáfur af bollum voru vinsælastar, en það var bolla með súkkulaði og berjum, engum rjóma. Á sprengidag fengum við saltkjöt og baunir, baunasúpu í hádegismat og sungum „saltkjöt og baunir túkall“. Á miðvikudag var öskudagur og þeir sem vildu mættu í búningum eða furðufötum. Við buðum uppá andlistmálningu og slóum köttinn úr tunninni fyrir hádegi. Í hádegismat var pizza sem sló í gegn. Eftir hádegi ætluðum við í gönguferð til að syngja fyrir fólkið í nágrenninu og fá smá sælgæti, en útaf veðri frestuðum við þeirri gönguferð og fórum í göngutúr innanhús. Við fórum alla leið inní eldhús og sungum fyrir starfsfólkið þar sem gaf okkur pirnspóló og var boðið uppá það í nónhressingunni. Eftir nónhressingu var blöðrupartý inní sal með tónlist og allir fóru heim með blöðru.

Í þessari viku höfum við tekið umræðu um ræktun og í dag settum við niður fyrstu sumarblómafræin. Við fengum tvær tómataplöntur í gjöf sem gaman er að fylgjast með stækka og blómstra.
Í dag nýttum við góða veðrið fyrir hádegi og fórum í gönguferðina sem átti að vera á öskudaginn. Börnin löbbuðu útí hverfi, sungu fyrir nágranna og fengu sælgæti í verðlaun sem þau fara með heim í dag.

Í næstu viku stefnum við á að halda foreldraviðtöl og sá fyrir fleiri blómum og jurtum.

Kær kveðja Dagný og starfsfólk Gulu deildar :)

© 2016 - 2024 Karellen