Kæru foreldrar.
Árið fer vel af stað, nóg að gera í nýjum verkefnum eins og Karellen. Vonandi hafa allir náð að skrá sig inn í Karellenkerfið, nú ef ekki þá endilega leitið til okkar eftir aðstoð. Okkur þætti vænt ef þið væruð búin að skár ykkur inn í lok þessarar viku. Kerfið hefur marga möguleika, við og þið getum sent skilaboð okkar á milli , starfsmenn skrá inn upplýsingar varðandi mat og svefn daglega, við getum sent ykkur myndir af börnunum en munið bara að deila þeim ekki ef önnur börn eru með á myndinni. Inná heimsíðunni hnodrabol.leikskolinn.is er að finna upplýsingar um viðburði, matseðil, fréttir o.m.fl. Næstu daga og vikur leggjum við ofuráherslu á að setja inn meiri efni þannig að heimasíðan muni taka yfir alla upplýsingaveitu á milli foreldra og leikskóla.
Þema janúarmánaðar eru álfar og huldufólk. Við höfum verið að lesa sögur um álfa og tröll og föndra myndir af álfum og heimkynum þeirra. Á ganginum á Hnoðrabóli má nú sjá myndir síðustu viku.
Á miðvikudaginn var sleðadagur og þá máttu börnin koma með sleða/snjóþotu að heiman. Þetta gekk mjög vel og var rosa gaman, þrátt fyrir að frostið hafi bitið litlar kinnar. Allir á guludeild komu með sleða og þar sem miðvikudagurinn gekk svo vel fyrir sig ákváðum við að hafa líka sleðadag á fimmtudegi. Á þessum tveimur dögum fór gula deild 4x í brekkuna fyrir austan húsið hjá Steinu og Guðmundi að renna sér. Rauða deild lét nægja að renna sér í litlu brekkunni á neðra svæði leikskólagarðsins. Leikskólinn á nokkuð af snjóþotum svo allir gátu rennt sér.
Mummi kom aftur til starfa hjá okkur í síðustu viku og verður í 28% stöðu fram á vor. Hann verður hjá okkur alla þriðjudaga og einhverja miðvikudaga. Við bjóðum hann velkominn og það gladdi krakkana mjög að sjá hann aftur en Guðrún Þórðardóttir var í þessu starfi fyrir áramótin og þökkum við henni fyrir góða samveru.
Á nýju ári höfum við farið þá vegferð að styrkja tengslin við ábúendurnar á Grímsstöðum þó sérstaklega við Steinu og yngstu börnin tvö, Tómas og Öddu. Þau hafa komið til okkar einu sinni í viku kl. 15 á mánu- og eða föstudögum, Steina hefur lesið fyrir börnin sögu og núna síðast las hún „Ástasögu úr fjöllunum“, síðan dvelja þau með okkur í leik og starfi fram að lokun skólans.
Munið spiladaginn á miðvikudag en þá mega börnin koma með spil að heiman. Aðrir viðburðir eru inn á dagatali janúar mánaðar en við viljum minn á starfsdaginn okkar fimmtudaginn 1. febrúar en þann dag mun starfsfólk Hnoðrabóls sækja námskeið á Andabæ því þá er áætlað að gera við ofnalögn i gólfi inn á Rauðu deild.
Annars minnu við á mikilvægi þess að lesa fyrir börnin og spyrja þau út úr sögunum, lesa þulur, fara með romsur og vísur, velta fyrir sig orðum, eru þau löng eða stutt, á hvaða staf byrjar orðið og taka orð í sundur og setja saman t.d ef við setjum saman sjór og bolti, þá búum við til snjóbolti.