Karellen
news

Gleðilegt sumar

21. 04. 2021

Kæru foreldrar

Þessa vikuna er búið að vera mikið um að vera á Hnoðrabóli. Hér hafa verið iðnaðarmenn að klára margskonar verkefni. Það allra skemmtilegasta er að búið er að setja upp klifurvegg í hreyfisalnum okkar.

Í dag höfðum við síðasta vetrardags bíó. Það kom ósk frá börnum í skólahóp fyrir nokkrum vikum um að hafa bíó og í dag rann dagurinn upp. Við horfðum á tvo þætti af Samma brunaverði í nýja fundarsjónvarpinu sem hægt er að rúlla inn til okkar og er sameign leik- og grunnskólans.

Í vikunni eftir páska settu börnin á gulu deild niður fræ sem eru að tínast heim smá saman þessa dagana.

Þessa vikuna er hreinsunarátak hjá Borgarbyggð og við höfum tekið þátt í því og börnin á Gulu deild tínt rusl, í gönguferðu eftir hádegi, í nærumhverfi leikskólans.

Rauða deild fagnar batnandi veðri með lengri útiverum á morgnanna og í flesta daga förum við út með öll börnin í lok dags.

Við óskum ykkur öllum gleðileg sumars með sól í hjarta.

Bestu kveðjur frá öllum á Hnoðrabóli

© 2016 - 2022 Karellen