Karellen
news

Fréttir af gulu deild

14. 01. 2022

Þessi vika var ansi fjölbreytileg en hún byrjaði á veikindum í barna- og starfsmannahópnum. Í tilefni af föstudeginum dimma var tröllaþema í listasmiðju en það er hægt að skoða viðburðinn inná facebook.com/fostudagurinndimmi. Börnin gerðu í sameiningu fjall og helli á stórt blað og svo gerðu þeir sem vildu sitt tröll til að setja í hellinn.

Við spjölluðum um tröll og ýmsar tröllasögur sem við þekkjum. Í dag, föstudag fórum við í gönguferð kl 9.00 í dimmunni. Við tókum með vasaljós og leituðum af tröllum og ummerkjum eftir þau. Við fundum ýmis spor í nýföllnum snjónum og eitt hefði alveg geta verið eftir tröll. Við tókum með ávexti og stoppuðum í trjálundinum aftan við nýja sparkvöllinn. Þar var tilvalið að gera snjókarla og voru nokkrum sem lifnuðu við með gulrótum, grasi og greinum.

Góða helgi

Kveðja frá starfsfólki gulu deildar

© 2016 - 2024 Karellen