Karellen
news

Fréttir af gulu deild 1.arpíl 2022

01. 04. 2022

:)Fréttir af gulu deild

Seinni foreldraviðtölin voru í síðustu viku og þessa, þar sem við fórum yfir stöðu barnsins í leikskólanum og settum niður markmið fyrir næstu misseri.

Síðustu dagar hafa verið undirlagðir af sáningu, ræktun og mold. Börnin hafa verið mjög áhugasöm að fara inní listasmiðju, finna sér krukku, setja möl, setja mold, setja fræ og svo mold yfir. Síðan er að fylgjast með öllu stækka og verða að plöntu. Tómataplantan heldur líka áfram að blómstar og nú eru komnir nokkrir tómatar á hvora plöntu og við bíðum eftir að þeir roðni.

Í góða veðrinu í gær drógum við fram sápukúlur og settum útiholubukkana út sem var mjög skemmtilegt. Börnin voru svo glöð að geta klætt sig í aðeins léttari útiföt og jafnvel strigaskó og buff. Gott væri að yfirfara útifatahólfin og bæta við léttari húfu og vettlingum.

  • Bókavikan gekk vel og er alltaf gaman þegar börnin sýna hvort öðru bækurnar sínar .

Í næstu viku er gulur dagur á þriðjudaginn og páskamatur á miðvikudaginn

Góða helgi :)

© 2016 - 2024 Karellen