news

Vikulokabréf 8. nóvember 2019

08. 11. 2019

Kæru foreldrar.

Hér kemur viku-, viku-, viku-, vikulokabréf frá okkur. Nú er það taka tvö.

Það hefur margt drifið á daga okkar frá því síðast bréf kom út en vegna anna þá höfum við ekki náð að setjast niður í þetta verkefni, sem er miður en svona er þetta.

Nýjar fréttir og það sem framundan er:

Foreldraviðtölin hafa verði í fullum gangi og munu þau klárast í næstu viku.

Í dag er græni dagurinn 8. nóvember, baráttudagur gegn einelti. Gaman var að sjá hversu margir mættu í grænum fötum. Öll börnin fá verkefnablað með sér heim í dag, Vináttan með Blæ - góð samskipti. Ætlast er til að foreldrar vinni verkefnablaðið heima með börnunum.

Norræna Bókamenntavikan er næstu viku: Börnunum í skólahóp er boðið í Snorrastofu í morgunstund mánudaginn 11. nóvember kl. 10 þar sem Þórunn Reykdal les bók um Línu langsokk. Yngsta stigið í grunnskólanum er líka boðið svo við ætlum að reyna að fara saman í rútu fram í Reykholt. Munið að taka bílstólana með á mánudaginn.

Dagur íslenskrar tungu 15. nóvember. Þann dag ætla börnin að bjóða foreldrum í samverustund og kaffi. Auglýst nánar í byrjun næstu viku.

Eldri fréttir:

Starfsmenn: Þuríður Gísladóttir hóf störf hjá okkur 21. október s.l, bjóðum við hana velkomna í hópinn.

Leikhússýning í Hjálmakletti 10. október: Skólahóp var boðið á leiksýninguna “Ómar orðabelgur“ á vegum Þjóðleikshússins. Mjög skemmtileg sýning og sköpuðust áhugaverðar umræður í kjölfarið. Ferðin gekk vonum framar og stóðu krakkarnir sig með prýði.

Bleikur dagur er til að vekja athygli á brjóstakrabbameini 11. október: Börnin mættu í bleikum fötum og þau gerðu bleika mynd sem vakti mikla kátínu

Bjarni slökkviliðstjóri kom 15. október: Það er alltaf jafn gaman að fá hann í hús til að fræða elstu börnin um eldvarnir með Loga og Glóð. Einnig fengu þau verkefnamöppu frá Bjarna sem þau munu vinna í eldvarnarvikunni. Í lokin fegnu allir á Guldu deild að horfa á fræðslu myndband um Loga og Glóð.

Afmæli Hnoðrabóls, haldið upp á það 18. október: Það mættu allir í búning, þeir sem vildu fengu andlitsmálningu, blásnar voru upp blöðrur og mikið dansað. Úti voru við með sápukúlur og tónlist. Í matinn var pizzuveisla, í kaffinu fengum við kökur og að lokum fengu allir blöðru með sér heim sem var mjög spennandi.

Umferðarvika 21-25. Október: Við ræddum heilmikið um umferðareglurnar og gaman var að sjá hversu mikið þau vissu. Lögð var áhersla á að skoða og ræða umferðarskilti. Einnig lásum við eldgamlar umferðarbækur sem eru eldri en næstum allt starfsfólk leikskólans.

Bangsadagur 28. Október: Það var gaman að fá alla þessa bangsa í heimsókn og nú prýða myndir af þeim á ganginum.

Annað:

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra: Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar.

Það náðist ekki næg þátttaka þarf að leiðandi var námskeiðið fellt niður.

Foreldrafundur 15. október. Góð mæting var hjá foreldrum, eins og alltaf. Helga og Sjöfn kynntu starf skólans, afhentu foreldrum stundartöflu barnsins/barnanna þar sem hægt er að sjá hópastarfstíma, samverustundir og aðra skipulagða kennslu. Aðalfundur foreldrafélagsins var góður og allir í stjórn ákváðu að gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Helga Jónsdóttir ritari, Vigdís Sigvaldadóttir gjaldkeri og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir formaður. Þóra Geirlaug er einnig fulltrúi í fræðslunefnd fyrir foreldra allra barna í leikskólum Borgarbyggðar og hennar varamaður er Eva Karen Þórðardóttir.
Við þökkum kærlega fyrir notalegan fund.

Hugarflugsfundur 17. október: Starfsmenn hér og í grunnskóla Borgarjarðar að Kleppjárnreykjum funduðu saman á Hugarflugsfundi í grunnskólanum. Starfsmenn veltu fyrir sér spurningum er varða framtíð skólanna þar sem frá og með næsta hausti verðum við í sameiginlegu húsnæði. Fundurinn er fyrsta skref í að þróa og undirbúa samveru og samstarf þessara stofnanna og leggja grunn að þeirri vinnu. Fundur var góður, margar hugmyndir komu fram og góður andi í hópnum. Viljum við þakka ykkur foreldrum fyrir það hversu vel það tókuð í það að við lokuðum fyrr þennan dag eða kl. 15.50.

Starfsdagur 30. október: Við áttum mjög ánægjulegan starfsdag með leik-og grunnskólum í Borgarbyggð þar sem við sátum fyrirlestur/námskeið um leiðtogafræðin ásamt fyrirlestri ,,Gleðigjafi eða fýlupúki?“ sem Ragnheiður Vigfúsdóttir markþjálfi flutti.


MEÐ SÓL Í HJARTA,

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2020 Karellen