news

Vikulokabréf 8. mars 2019

08. 03. 2019

Þessi vika hefur liðið hratt í miklu fjöri og skemmtilegheitum.

Öskudagurinn gekk einstaklega vel, börnin svo glöð og ánægð í sínum búningum. Á öskuballinu þá rifjuðum við upp það sem Daði danskennari kenndi okkur og að því loknu „slógu börnin köttinn úr tunnunni “ eða þannig. Börnin fengu öll að slá í pappakassa sem var búið var að skreyta sem kött. Úr kassanum kom poppsnakk öllum til mikillar gleði. Börnin gerðu hádegismatnum vel skil en í matinn var pizza að hætti Emblu. Eftir hvíld fóru börnin sem ekki sofa í gönguferð til Steinu á Grímsstöðum, þau sungu fyrir hana ógrynni af lögum t.d Allir hlægja á öskudaginn, Það sem er Bannað og að sjálfsögðu lagið okkar Með sól í hjarta. Steina færði börnum að gjöf nammipoka og þökkum við henni kærlega fyrir innilegar móttökur eins og alltaf.

Foreldrakönnun á vegum Skólapúlsins verður opin til lok mars. Könnunin var send út í einu lagi og bara á eitt netfang hjá hverju barni. Ef könnunin hefur ekki borist ykkur endilega hafið samband við Sjöfn leikskólastjóra. Hvetjum ykkur til að svara sem fyrst.

Sumarlokun verður frá og með miðvikudeginum 10. júlí og til og með miðvikudeginum 7. ágúst, opnum fimmtudaginn 8. ágúst.

Starfsdagar verða hjá okkur föstudaginn 22. mars og þriðjudaginn 7. maí, þessa daga er leikskólinn lokaður.

Bókavika: Við viljum minna á að í næsta vika er bókavika, börnin mega koma með eina bók að heima.Munið að merkja.

Ánægjulegt er að tilkynna að Elsa eignaðist stúlku í gær og heilsast þeim vel. Við sendum þeim innilegar hamingjuóskir.

Góða helgi og njótið sólarinnar hér og erlendis.

MEÐ SÓL Í HJARTA

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2020 Karellen