Karellen
news

Vikulokabréf 7. október 2019

07. 10. 2019

Kæru foreldrar.

Síðastliðin vika gekk vel þrátt fyrir undirmönnun vegna veikinda og leyfa hjá starfsfólki. Okkur vantar starfsfólk til starfa við skólann sem fyrst. Ingibjörg Kristleifsdóttir er farin í veikindaleyfi og óskum við henni góðs bata sem fyrst.

Rugludagurinn vakti einstaklega góða lukku hjá börnunum. Börnin mættu í ruglfötum, við snerum myndum á hvolf, gerðum margt í öfugri röð og reyndum að rugla flestu sem hægt væri að rugla sem vakti mikla kátínu.

Skólaheimsókn elstu barna heppnaðist vel og má segja að börnin séu að aðlagast nýju skólaumhverfi vel. Skóladagurinn var að mestu leyti samkvæmt stundarskrá, við vorum þó ekki lengi í útikennslu vegna veðurs, náðum að týna birkifræ í rokinu og fórum síðan inn að horfa á bíó og leika saman með 1.-2. bekk.

Bygging Hnoðrabóls: Framkvæmdir ganga vel, hvet ég ykkur til að renna við á Kleppjárnsreykjum því sjón er sögu ríkari. Nú þegar hafa stjórnendur beggja skólastiga og fræðslustjóri fundað til að leggja drög að samráði skólastiganna á komandi vetri.

Leiksýning: Elstu börnunum á Hnoðrabóli er boðið á leiksýningu á vegum Þjóðleikshússins n.k fimmtudag kl. 10 í Borgarnesi. Við höfum farið með hóp á svona sýningu áður og heppnaðist það einstaklega vel þrátt fyrir langt ferðarlag. Að þessu sinni sjá þau splunkunýtt leikrit „Ómar orðabelgur“

Skólaheimsóknin fellur því niður n.k fimmtudag en í stað hennar förum við á þessa skemmtilegu leiksýningu í Hjálmkletti. Við leggjum af stað héðan með skólahóp kl. 8.55, allir þurfa eftir því að koma með bílstóla og eða pullur. Sýningartíminn er ca 1 klst svo við verðum komin aftur til baka á Hnoðraból fyrir hádegismat hér.

Slökkviliðsstjórinn Bjarni kemur til okkar í heimsókn 15. október, hann er aðallega að hitta skólahópinn og fræða þau um eldvarnir og láta þau fá verkefni um Loga og Glóð ásamt því að sýna þeim myndband með þeim.

Foreldrafundur verður haldinn þriðjudaginn 15. október hér á Hnoðrabóli kl. 20:15. Endilega takið kvöldið frá.

MEÐ SÓL Í HJARTA,

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2024 Karellen