Karellen
news

Vikulokabréf 23. nóvember 2018

23. 11. 2018

Sælir kæru foreldrar

Á degi íslenskrar tungu kom Jóhanna Grænfánafulltrúi og afhenti okkur Grænfána í þriðja sinn. Skólar þurfa að endurnýja Grænfánamarkmiðin sín á tveggja ára fresti og eru markmiðin okkar þessi:

  • Gera tilraunir með vatn
  • Fræðast um hringrás vatns
  • Að læra slökun
  • Fara eins oft út að leika í öllum veðrum
  • Að bjóða góðan dag

Hefðbundin dagskrá að tilefni Degi Íslenskrar tungu hófst klukkan þrjú. Börnin buðu foreldrum í samverustund. þau sungu þrjú lög og sýnt var myndband sem börnin unnu að ásamt Kristjönu. Þau léku ljóð eftir Þórarinn Eldjárn úr bókinni Heimskringlu. og fingravísuna. Að lokum var boðið uppá kaffi og pinnakökur sem börnin höfðu bakað, takk allir fyrir komuna!

Samstarf við foreldra:
Í síðustu viku kom Mummi í samverustund með fræðslu um geitur. Hann sýndi börnunum mjaltavélina, stökur, gaf börnunum geitapyslu að smakka. Einnig gaf hann okkur geitasápu sem er hefur verið mjög vinsæl við handþvottinn.
Síðastliðinn mánudaginn komu Johanna og Josefina með ull og sýndu börnunum inná gulu deild hvernig þær vinna með ullina. Josefina var allan tíman að spinna á fótstigin rokk og börnin skiptust á að koma til hennar og aðstoða, fengu til dæmis að ýta á fótstigið. Börnin fengu að handfjatla allskonar ull og hár til dæmis af hundi, geit, kanínu og auðvitað kindum.

Þetta voru ótrúlega skemmtilegar og notalegar stundir og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Það er svo dýrmætt að fá fólk til að miðla sinni þekkingu til barnanna.

Á miðvikudaginn komu tvær konur frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og gáfu leikskólanum endurskinsvesti sem eiga eftir að nýtast okkur vel í göngutúrum.

Þessa vikuna höfum við lagt áherslu á eldvarnir. Við skoðuðum myndbönd á youtube af eldi, unnum eldmyndir í listakjallara, skoðuðum slökkvitæki og reykskynjara og á fimmtudaginn settum við brunabjölluna í gang þegar börnin voru komin út.
Í dag föstudag kom Bjarni slökkviliðsstjóri og ræddi við börnin um mikilvægi reykskynjara og það væri nauðsynlegt að skipta um batterí í þeim á hverju ári. Fengu börnin það verkefni heima að finna reykskynjara heima hjá sér og athuga hvort hann virki með aðstoð foreldra. Þar sem Bjarni kom á slökkviliðsbíl fengu börnin að skoða hann þau höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu að fá að skoða bílinn sem var ótrúlega gaman.

Danstímarnir með Daða Frey ganga vel en nú einungins einn tími eftir sem verður næsta föstudag 30.nóvember. Í næstu viku förum við einnig að huga að jólagjöfum og jólaskrauti.

Síðustu vikur höfum við verið að tala um íslenska fánann og tengja við 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Útfrá því ætla börnin að búa til sína eigin fána. Fánarnir verða hengdir uppá vegg og verða þeir til sýnis á föstudaginn 30.nóvember og hvetjum við alla til að koma og skoða fánana þennan dag í upphafi og lok dags.

Ykkur hefur borist póstur varðandi fjölskylduhátíð 1.desí Skallagrímsgarði og upplýsingar um Persónuverndarlöggjöfina. Endilega skoðið það.

Góða helgi.

Bestu kveðjur með sól í hjarta,

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2024 Karellen