Karellen
news

Vikulokabréf 22. nóvember 2019

22. 11. 2019


Kæru foreldrar.

Síðastliðnar tvær vikur hafa einkennst af veikindum og undirbúningi fyrir Dag íslenskrar tungu.

Síðasta vika var Norræna bókmenntavikan: Skólahópi var boðið á viðburð í Snorrastofu ásamt grunnskólabörnum. Þórunn Reykdal las bókina um Línu langsokk klædd eins og Lína sem var mjög skemmtilegt. Börnin hér og í grunnskólanum fóru saman í rútu og gekk ferðin vel. Börnunum var boðið að teikna og skoða bókasafnið að lestri loknum, einnig var boðið uppá safa sem Hönnubúð gaf.
Meðal annars voru lesnar sögur hér í húsi eftir Norræna höfunda og sköpuðust skemmtilegar umræður um það ,,ef hann er frá Finnlandi er hann þá svona norrandi höfundur?“.

Í lok viku heldum við upp á Dag íslenskrar tungu þar sem börnin buðu foreldrum sínum í samverustund. Börnin sungu nokkur lög og fóru með þulu, að því loknu var stuttmynd sýnd af daglegu lífi Hnoðrabóls. Við viljum þakka foreldrum fyrir góða mætingu, það er ómetanlegt að sjá tilhlökkunina og gleðina yfir komu ykkar hjá börnunum.

Eldvarnavika hefur staðið yfir þessa vikuna og eldurinn alltaf áhugavert umræðuefni hjá börnum. Gula deild horfði á fræðsluefni um Loga og Glóð sem Bjarni slökkviliðsstjóri hafði bent okkur á þegar hann heimsótti okkur í haust.
Skólahópur vann eldvarnaverkefni sem er gefið út árlega fyrir 5 ára börn. Þar eru þrautir sem krökkunum þykja skemmtilegar og einnig eru spurningar sem börnin geta farið yfir með ykkur foreldrum varðandi eldvarnir heimilisins.
Öll börnin fóru niður í listakjallara og gerðu eldmynd sem prýðir veggi skólans.

Starfsmannamál: Ykkur til upplýsinga þá verða breytingar á starfsmannahaldi hér í húsi.

  • Arna Rún hættir um áramótin þar sem hún stefnir á nám í Lýðheilsuskóla í Danmörku.
  • María hættir einnig um áramótin þar sem hún hverfur á vit ævintýranna í Reykjavík.
  • Dagný mun hefja störf 9. desember og mun hún vera í 50 % vinnu til að byrja með.
  • Ingibjörg Kristleifs verður áfram í ótímabundnu veikindaleyfi.

Leikskólastjóri mun í samvinnu við sviðstjóra fjölskyldusviðs fara yfir stöðuna og auglýst verður á næstunni í þær stöður sem lausar eru.

MEÐ SÓL Í HJARTA,

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2024 Karellen