Karellen
news

Vikulokabréf 1. febrúar 2019

01. 02. 2019

Komiði sæl kæru foreldrar

Við byrjum á breytingum í starfsmannahópnum. Kristjana er komin í leyfi frá störfum og óskum við henni alls hins besta á komandi vikum og mánuðum. María er komin í hennar stað á Gulu deild. Elsa hefur minnkað við sig vinnuna og er nú í 50% stöðu. Vinnutíminn hennar er fyrir hádegi.Katrín kemur til vinnu rétt fyrir hádegi og klárar daginn á Rauðu deild. Dagný og Sjöfn munu í sameiningu leysa Elsu af sem deilarstjórar á Rauðu deild.

Þessi vika:
Þessa vikuna var tannverndarvika hjá okkur. Við ræddum um hvað væri hollt og gott fyrir tennurnar og hvað væri óhollt. Lásum sögur og skoðuðum myndir um tennur.

Á miðvikudaginn var bíó og þá horfðum við á Bjarnaból – Tannlæknaheimsókn. Þar sem Bjarnastaðabangsarnir fara til tannlæknis.

Í tilefni af tannverndarviku fylgja hér með ráðleggingar til foreldra frá landlækni um tannheilsu barna: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item22487/Tannheilsa-barna--Radleggingar-til-foreldra

Að öðru leiti hefur snjór og frost einkennt þessa vikuna. Rauða deild hefur ekkert farið út nema á mánudaginn og Gula deild fór ekkert út á þriðjudaginn og bara 1x á dag hina dagana í stutta stund. Eitt af grænfánamarkmiðunum okkar er að gera tilraunir með vatn. Við nýttum því frostið og settum vatn með smá svala í klakaform og settum út í frostið á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn fengum við því fína frostpinna til að gæða okkur á. Eins nýttum við snjóinn og máluðum með snjó og vatnslitum.

Í dag er dagur stærðfræðinnar, við rýndum í tölur, töldum fingurnar og prófuðum að leggja saman einföld stærðfræðidæmi. Endilega takið umræðuna heima.

Dagatöl fyrir febrúarmánuð fóru heim í gær en einnig má skoða dagatölin hér á heimasíðunni.

Næsta vika:

Á miðvikudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans. Þann dag viljum við vekja athygli á miklvægi hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Þá verður opið hús á Hnoðrabóli, milli kl. 15 og 16 og allir velkomnir í heimsókn. Í tilefni dagsins eru börnin að semja ljóð sem þau myndskreyta, þau verða til sýnis á ganginum. hvetjum alla sem geta til að kíkja í heimsókn til okkar og sjá það góða starf sem unnið er innan veggja leikskólanna alla daga.

Heimasíða:

Við erum alltaf að vinna í að bæta upplýsingum á heimasíðuna okkar. Nú má nálgast uppfærðar upplýsingar um söngtexta sem börnin á Rauðu deild eru að syngja um þessar mundir.

Bestu kveðjur MEÐ SÓL Í HJARTA,
starfsfólk Hnoðrabóls

© 2016 - 2024 Karellen