Karellen
news

Vikulokabréf 18. maí 2018

18. 05. 2018

Vikulokabréf 18. maí 2018

Hjóladagar gengu mjög vel. Krakkarnir voru dugleg að fá að skiptast á og lána hjólin sín og prófa hjól frá öðrum. Eins voru þau mjög dugleg að muna eftir hjálmunum og að taka þá af sér þegar þau fóru að gera eitthvað annað. Gula deild fór út kl. 9 þessa daga, borðaði ávexti úti og komu inn um 11:20. Svo var farið aftur út í klukkutíma eftir hádegi.

Sjöfn fór til Reykjavíkur um daginn og keypti nýtt dót fyrir okkur. Segulkubbar, nýjir bílar og vinnuvélar hafa hitt rækilega í mark. Svo erum við búin að mála mikið með nýjum vatnslitum, þar sem litnum er blandað í vatnið. Flotta sápukúludótið, sem býr til risa sápukúlur sem geta jafnvel farið utan um börn hefur ekki virkað sem skildi í vindinum en það býður því betra veðurs.

Í dag, föstudag, fóru elstu börnin í útskriftarferð í Vatnaskóg. Í þetta skiptið fóru tveir árgangar, þar sem ekkert af þeim börnum mun vera hér næsta vetur. Dagný fór með þeim í ferðina og við höfum ekki heyrt annað en það gangi mjög vel.

Upptökur á myndinni „Dýrin í Hnoðraskógi og venjurnar 7“ ganga vel og nú eru allir orðnir spenntir að sjá lokaútkomuna í næstu viku. Kristjana hefur stjórnað þessari vinnu með börnunum.

Útskrift og fjör verður á föstudaginn næsta. Næsta vika mun einkennast af undirbúningi fyrir daginn. Auglýsing fyrir daginn fór heim í dag en hana má einnig nálgast hér.

Við minnum á að á mánudaginn er annar í hvítasunnu og þá er LOKAÐ hjá okkur.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Hnoðrabóls

© 2016 - 2024 Karellen