news

Vikulokabréf 14. júní 2019

14. 06. 2019

Hæ, hó jibbi jeiþað er komin 17. Júní.........:)

Í dag var þetta lag sungið mögum sinnum af börnum og starfsfólki að tilefni 17. júní hátíðar hér sem hefur gengið mjög vel í dag. Það mættu stórir og litlir í furðufötum, við vorum með stórar sápukúlur í rokinu og flottu fallhlífina okkar sem vakti mikla lukku. Dagurinn er búinn að einkennast af gleði og fjöri.

Þessa vikuna höfum við verið mikið úti og hefur starfið stjórnast af því. Meðal annars vorum við með vatn í bakgarðinum að vökva og sulla með, sumir fóru í að gera súpu með allskyns blómum. Rokið hjálpaði okkur að sveifla allskonar lökum og efnisbútum sem voru notaðir til ýmissa leikja. Gönguferð á Eggertsflöt gekk vel eins og venjulega en Dagný mun draga sig í hlé frá gönguferðum. Þess í stað fara Helga, María og Steinunn með börnunum.

Við höfum farið þá leið þegar það er svona mikil sól að nýta daginn og vera úti að sjálfsögðu, en líka gæta þess að börnin fari reglulega inn til að hvíla sig á sólinni. Við settum á töfluna í vikunni hvort ástæða væri til að þau væru með derhúfu til að hlífa kollinum og til að hafa skugga á andlitinu.

Sjöfn sendi á foreldra barna fædd 2014 bréf í tölvupósti. Ef einhverjir foreldar hafa ekki fengið bréfið endilega hafið samband við Sjöfn.

Svo hittumst við á 17. júní hátíðarhöldum í Logalandi á mánudaginn með sól í hjarta!


MEÐ SÓL Í HJARTA

Starfsfólk Hnoðrabóls.

© 2016 - 2020 Karellen