Karellen
news

Vikulokabréf 11. febrúar 2019

11. 02. 2019

Vikan hófst á undibúningi fyrir Dag leikskólans en að tilefni þess ortu börnin ljóð, vísur eða sögur og myndskreyttu ásamt því að teikna myndir af leikskólakennurum og gaman var að heyra hvað þau höfðu að segja um hvað leikskólakennarar gera. Opna húsið gekk vel, gaman var að sjá hversu margir litu við og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Útiveran gekk vel fyrri part viku en þegar hlánaði varð hált í garðinum hjá okkur og því fóru yngstu börnin ekki mikið út í síðustu viku. Á miðvikudaginn fór elsti hópurinn í gönguferð uppí hesthús og var það áskorun að labba upp brekkuna í hálkunni, á leiðinni niður ákváðum við samt að labba í grasinu meðfram veginum sem var mun auðveldara.

Í þessari viku byrja foreldraviðtölin. Rauða deildin verður með foreldraviðtöl miðvikudaginn 13. febrúar og Gula deild í lok mánaðar. Dagný sendir út boð í þau viðtöl í lok þessarar viku.

Þorrablótið okkar verður á miðvikudaginn, börnin hafa verið að undirbúa það og búa til þorrablótshöfuðfat. Það verður gaman að sjá börnin smakka matinn og að sjálfsögðu syngjum við Þorraþrælinn.

Minnum á 112 daginn sem er í dag, alltaf gott að taka umræðuna heim, huga að reykskynjurum, eldvörnum, skyndihjálparbúnaði svo sem plástrum, sárbindi, brunasmyrslum og fl.

Bestu kveðjur MEÐ SÓL Í HJARTA,
starfsfólk Hnoðrabóls

© 2016 - 2024 Karellen