news

Öskudagurinn 6.mars 2019

04. 03. 2019

Dagskrá Öskudagsins miðvikudaginn 6. mars 2019.

Börnin mega mæta í furðufötum en ekki nauðsynlegt því við eigum fullt af skemmtilegum fötum. Fylgihlutir með búningum eru leyfðir þennan dag (ath. vopn eru ekki leyfileg), en ef fylgihlutirnir trufla á einhvern hátt þá geymum við þá í hólfinu þeirra.

Börnunum er boðið upp andlitsmálun.

Öskudagsball fyrir hádegi þar sem við ætlum að slá köttinn úr tunnunni með dans, söng og fjöri.

Í hádeginu borðum við svo pizzu að hætti Emblu.

Eftir matinn fara allir í hvíld með kodda og teppi og hlusta á góða sögu.

Eftir hvíldina ætlum við að fara í gönguferð og banka upp á hjá Steinu og syngja skemmtilegu sönglögin sem við kunnum og að sjálfsögðu lagið Allir hlæja á Öskudaginn.

Til upplýsingar fyrir þá, sem ekki vita, þá er löng hefð fyrir því að Ungmennafélag Reykdæla haldi Öskudagsball í Logalandi.

Ballið í ár verður haldið í Logalandi frá kl. 16:30-18.

Starfsfólk Hnoðrabóls

© 2016 - 2020 Karellen