Karellen
news

Flutningar barna á milli deilda

27. 06. 2018

Sælir kæru foreldrar

Nú er kominn sá árstími þar sem alltaf eru gerðar einhverjar breytingar innan leikskólans. Skólahópur er að hefja grunnskólagöngu sína í haust og ný börn koma inn í aðlögun eftir sumarfrí. Því þarf að endurskipuleggja hér í húsi með tilliti til aldurs og þroska barnanna.

Börn fædd árið 2014 verða elsti hópurinn hjá okkur í vetur en þau hafa borðað og átt sína „heimastöð“ inni í græna herberginu á Gulu deild. Þau munu nú öll færa sig yfir í gula herbergið.

Börn fædd árið 2015 og elsta 2016 barnið munu svo fara af Rauðu deild yfir á Gulu deild. Þau munu hafa sína „heimastöð“ inná græna, þar sem þau munu borða o.s.frv. Helga mun fylgja þeim börnum yfir og vera þeirra aðal starfsmaður áfram.

Börnin á Gulu deild verða því 14 næsta vetur, 6 á græna og 8 á gula. Dagný er deildarstjóri á Gulu deild.

Til að þessar breytingar gangi sem auðveldast í gegn fyrir börnin höfum við ákveðið að þær taki gildi frá næstu mánaðarmótum, þá fá þau nokkra daga til að venjast fyrir sumarfrí og komi þá öruggari inn að fríi loknu.

Þau börn sem hefja grunnskólagöngu í haust munu borða þessa daga inni á Rauðu deild og fá þar hlutverk sem aðstoðarmenn kennara.

4 ný börn hefja leikskólagöngu hjá okkur, á Rauðu deild, um miðjan ágúst. Börnin verða þá 6 á Rauðu deild, 3 fædd 2016 og 3 fædd 2017. Elsa er deildarstjóri á Rauðu deild.

Það er mikið samstarf á milli deilda og hópastarf og útivist mun haldast óbreytt fram í ágúst svo breytingarnar núna eiga eingöngu við matartíma og samverustundir.


Bestu kveðjur, með sól í hjarta
Starfsfólk Hnoðrabóls

© 2016 - 2024 Karellen