news

​Vikulokabréf 12. Febrúar 2021

12. 02. 2021

Vikulokabréf 12. Febrúar 2021.

Þessi vika gekk nokkuð vel nema fyrir utan magakveisu hjá starfsfólki. Við náðum ekki að halda upp á dag leikskólans eins og við ætluðum okkur en skólahópur koma inn á skrifstofu leikskólastjóra þar sem leiðtogahlutverkin og hlutverk leikskólastjóra voru rædd. Á 112 deginum fengu börnin að gjöf endurskinsmerki frá Björgunarsveitinni Ok. Börnin eru einstaklega áhugasöm um 112 daginn og mikilvægt að halda þeim vel upplýstum því það skiptir sköpum á neyðarstundu að allir jafnt smáir sem stórir vitihvernig best sé að bregðast við. Tvö ný börn hófu leikskólagöngu hér hjá okkur á síðustu vikum og við eigum von á einu til viðbótar á næstunni. Bjóðum þau og fjölskyldur þeirra velkomin í Hnoðrabólshópinn.

Ein skemmtilegasta vika ársins er framundan með sínu fjöri.

Mánudag -Bolludagur:

Þessa vikuna hafa börnin verði að búa til bolluvendi. Við fáum fiskibollur í hádegismat og súkkulaðibollur í kaffinu.

Þriðjudag - Sprengidagur:

Þann dag fá börnin saltkjöt og baunir í matinn, túkall J

Miðvikudag – Öskudagur

Dagskrá dagsins er ca svona:

Þeir sem vilja geta komið í furðufötum á morgun en það er ekki nauðsynlegt því við eigum fullt af skemmtilegum fötum. Fylgihlutir með búningum eruleyfðir þennan dag en mikilvægt er að meta hvað er við hæfi að koma með í leikskólann.Ef það truflar á einhvern hátt þá semjum við um að geyma fylgihlutina í hólfinu.

Börnum er boðið upp á andlitsmálun.

Öskuball fyrir hádegi þar sem við sláum köttinn úr tunnunni/pappakassanum með dans, söng og fjöri.

Í hádeginu borðum við svo pizzu.

Eftir matinn fara allir í hvíld og hlusta á góða Öskudagssögu J

Við stefnum á að fara í gönguferð eftir hádegi með þau sem ekki sofa.

Í kaffitímanum borðum við eitthvað hollt og gottJ

Endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst.

„Allir hlægja á öskudaginn, ó hve mér finnst gaman þá

Hlaupa lítil börn um bæinn og bera poka til og frá“.

J Ég vil minna á könnun Skólapúlsins, gott að svara henni sem fyrst J

Takk fyrir vikuna og njótið helgarinnar.

© 2016 - 2021 Karellen