news

Vikulokabréf 19. febrúar 2021

19. 02. 2021

Kæru foreldrar

Nú er skemmtileg vika að baki. Öskudagurinn vakti mikla lukku hjá börnunum, þau mættu glöð og kát í sínum búning sem voru skemmtilega fjölbreytilegir. Boðið var uppá andlitsmálningu og svo var öskuball inní sal þar sem þau tóku öll þátt í dansleikjum og fjöri. Þau slóu köttinn úr tunnunni og þar leyndist snakkpokar sem vöktu mikla hrifningu. Eftir hádegi fóru þau í gönguferð í ömmuhúsið hennar Helgu þar sem þau sungu tvö lög og fengu glaðning fyrir sem fór með þeim heim.

Yngstu börnin á Rauðu deild héldu að mestu sinni rútínu, við héldum afmæli og fengum nokkrar saltstangir í tilefni þess og dagsins. Þau nýttu góða veðrið úti og salinn og það var sungið og dansað.

Flæðið milli 9 og 11 gengur vel. Það fellur þeim vel að hafa þetta valmöguleika sem flæðið býður uppá. Þarna er pressan um að þurfa að hætta leik er mun minni í þessu skipulagi og því ná þau dýpri leik og flæði.

Veðrið er mjög breytilegt þessa dagana og því er mikilvægt að börnin komi með pollagalla og stígvél, kuldagalla og hlýja peysu áfram svo hægt sé að fara út hvernig sem viðrar.

Karellen kerfið er enn í ólagi. Við náum ekki að sjá öll skilaboð frá ykkur og skráningar eru óstöðugar. Við vonum að þetta komist í lag sem fyrst en þangað til við höfum látið vita af því þá biðjum við ykkur um að hringja eða senda sms í deildarsímana.

MJÖG MIKILVÆGT ER AÐ HLIÐIÐ INNÍ LEIKSKÓLAGARÐINN SÉ ALLTAF LOKAÐ. Við biðjum ykkur um að passa uppá þetta með okkur og loka alltaf hliðinu þó stoppið sé stutt.

Könnun skólapúlsins er enn opin og biðjum við ykkur um að svara henni. Svarprósenta þarf að vera 80% svo niðurstöður séu marktækar. Við nýtum niðurstöðurnar til að bæta starfið.

Bestu kveðjur MEÐ SÓL Í HJARTA

Sjöfn og Elsa© 2016 - 2021 Karellen